Körfubolti

Stofna atvinnumannadeild í Afríku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hakeem Olajuwon ásamt Steph Curry.
Hakeem Olajuwon ásamt Steph Curry. vísir/getty
NBA-deildin og Alþjóða körfuboltasambandið hafa tekið höndum saman og ætla að stofna atvinnumannadeild í Afríku. Deildin fer af stað í janúar árið 2020.

Það verða tólf lið í deildinni frá að minnsta kosti sex þjóðum Afríku. Þessi deild á að hjálpa afrískum körfuknattleiksköppum að koma sér á framfæri.

Í dag spila þrettán leikmenn frá Afríku í NBA-deildinni og trúin er sú að þeim geti fjölgað mikið ef aðstæður til körfuboltaiðkunar batna í heimsálfunni. Alls hafa 80 leikmenn frá Afríku, eða með beina tengingu þangað, spilað í NBA-deildinni og þekktustu leikmennirnir eru Hakeem Olajuwon og Dikembe Mutombo.

Bæði Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Michael Jordan styðja við þessa áætlun.

Það verða haldnar undankeppnir til þess að komast inn í deildina en þó geta ekki fleiri en tvö lið frá hverju landi komist inn í deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×