Viðskipti erlent

Flugsamgöngur í Þýskalandi í uppnámi vegna verkfalls

Kjartan Kjartansson skrifar
Upplýsingaskjár á Köln-Bonn-flugvellinum sýnir að ferðum til Hamborgar, München og Berlínar var aflýst í morgun.
Upplýsingaskjár á Köln-Bonn-flugvellinum sýnir að ferðum til Hamborgar, München og Berlínar var aflýst í morgun. Vísir/EPA

Um 180 flugferðum var aflýst í Þýskalandi í dag vegna verkfalls áhafna Germanwings, lágfargjaldaflugfélags Lufthansa. Verkföllin eiga að halda áfram fram á nýársdag en lítill gangur er sagður í kjaraviðræðunum á milli stjórnenda flugfélagsins og stéttarfélags áhafnanna.

Talskona Lufthansa segir að um 15% ferða Eurowings, sem Germanwings flýgur fyrir, í dag. Talsmaður stéttarfélagsins Ufo segir að Germanwings hafi aðeins haldið 7% af flugáætlun sinni og hvatti stjórnendur til átta sig á reiði starfsmanna með kjör sín og gera breytingar.

Reuters-fréttastofan segir að meirihluti flugferðanna sem féll niður hafi verið innan Þýskalands. Farþegum hafi verið boðnir lestarmiðar eða miðar í aðrar ferðir á vegum Lufthansa í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×