Handbolti

Viktor Gísli frábær í sigri GOG

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli fór á kostum í liði GOG í dag.
Viktor Gísli fór á kostum í liði GOG í dag. Vísir/Bára

Viktor Gísli Hallgrímsson var í stuði er GOG vann góðan sjö marka sigur á Aarhus á útivelli. Lokatölur 27-20 GOG í vil þar sem Viktor Gísli varði alls 14 skot, þar af eina vítakast Aarhus í leiknum. Gerði það rúmlega 40% markvörslu. Þá skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson þrjú mörk og Arnar Freyr Arnarsson eitt.

GOG er í 5. sæti deildarinnar með 20 stig þegar 17 umferðum er lokið.

Skjern vann góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Frederica, lokatölur þar 33-29. Elvar Örn Jónsson skoraði tvívegis fyrir Skjern en Björgvin Páll Gústavsson sat nær allan leikinn á varamannabekk liðsins. Skjern er í 4. sæti með 21 stig.

Að lokum vann Kolding, lið þeirra Ólafs Gústafssonar og Árna Braga Eyjólfssonar, þriggja marka útisigur á Lemvig. Kolding er í 12. sæti með 10 stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×