WOW Air leigir húsnæði fyrir væntanlega söluskrifstofu í Washington Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:01 Væntanleg söluskrifstofa WOW Air í Foggy Bottom hverfinu í Washington D.C. aðsend WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“ Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00
Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46
Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19