Fótbolti

Búið að skera nefið af Zlatan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic við hlið styttunnar sem fær ekki að vera í friði.
Zlatan Ibrahimovic við hlið styttunnar sem fær ekki að vera í friði. Getty/Atila Altuntas

Styttan af Zlatan Ibrahimovic í Malmö hefur ekki fengið að vera í friði síðan hún var sett upp. Síðustu fréttir af erfiðri tilveru styttunnar er enn eitt skemmdarverkið frá því um helgina.

Skemmdarvargar hafa nefnilega skorið nefið af styttunni af Zlatan Ibrahimovic sem stendur fyrir utan heimavöll Malmö liðsins.





Zlatan Ibrahimovic er enn að leita sér að nýju liði en þessi 38 ára gamli sænski framherji ætlar að spila í Evrópu á nýju ári. Líklegast er að hann endi á Ítalíu þó að hann hafi líka verið orðaður við Everton.

Zlatan Ibrahimovic hóf aftur á móti feril sinn hjá Malmö fyrir tuttugu árum síðan en hefur síðan verið í hóp bestu knattspyrnumanna heims í langan tíma. Zlatan hefur átt frábæran og mjög sigursælan feril. Hann fékk á dögunum 3,5 metra styttu af sér honum til heiðurs.

Fólkið í Malmö ætti að öllu eðlilegu að vera með Zlatan Ibrahimovic í guðatölu en stuðningsmenn Malmö tóku hins vegar mjög illa í það þegar Zlatan Ibrahimovic fjárfesti í sænska félaginu Hammarby.



Aðeins nokkrum tíma eftir að þetta var tilkynnt þá reyndu skemmdarvargar að kveikja í styttunni og krotuðu síðan á hana. Tólfta desember síðastliðinn hélt þetta áfram og þá reyndu menn að skera í sundur fætur styttunnar.

Nú var nefið sagað af og bronsstyttan spreyjuð með silfurmálningu.

Átta þúsund manns hafa síðan skrifað undir yfirlýsingu þar sem er beðið er um að fjarlægja styttuna.

Zlatan Ibrahimovic ætlar ekki að spila aftur í Svíþjóð en eftir að hann yfirgaf Malmö hefur hann spilað með Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, Paris St-Germain, Manchester United og Los Angeles Galaxy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×