Lífið

Guðni ratar á lista yfir bestu matar­deilur ára­tugarins

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson vill ekki sjá ananas á pítsum.
Guðni Th. Jóhannesson vill ekki sjá ananas á pítsum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og skoðun hans um hæfi ananass sem álegg á pítsu ratar á lista bandaríska blaðsins Huffington Post yfir 25 bestu matardeilur áratugarins á samfélagsmiðlum.

Óhætt er að segja að athugasemd Guðna um að hann væri helst til í að banna ananas á pítsur hafi óvænt orðið eitt af hitamálum ársins 2017. Guðni kom þessari skoðun sinni á framfæri í heimsókn hans í Menntaskólann á Akureyri í febrúar 2017.

Málið vatt heldur betur upp á sig þar sem Guðni sá sig knúinn til að útskýra í samtali við erlenda fjölmiðla að forseti Íslands færi ekki með löggjafarvald og þar fram eftir götunum. Í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið sagði hann hefði „gengið skrefi of langt“ í umræðum um ananas á pítsur.

Á tíunda sæti lista Huffington Post er rifjuð upp deilurnar um hæfi ananass sem pítsuálegg.

Deilan var sérstaklega mikið til umræðu í Kanada þar sem heimamenn vilja meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd í Kanada.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tjáði sig meðal annars um málið á sínum tíma þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananass sem áleggs á pítsu.

Á lista Huffington Post eru meðal annars rifjaðar upp deilur um hvort að fólk hafi raunverulega borðað pítsu ef það skilur skorpuna eftir, hvort að klaki eigi heima í morgunkornsskálinni, hvort baunir eigi heima í lárperumauki (guacamole), hvort geyma eigi smjör og tómatsósu í ísskáp og hvar ostsneiðin eigi heima þegar ostborgarinn er gerður.

Sjá má lista Huffington Post í heild sinni hér.


Tengdar fréttir

Guðni Th. minnist ananas-mannsins

Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn.

Guðni rifjar upp stóra ananas-málið: „Ég gekk skrefi of langt“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.