Stækka gamla sjónvarpshúsið og breyta í Hyatt hótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2019 10:52 Úr verðlaunatillögu Yrki Arkitekt fyrir Laugavegs og Brautarholtssvæðið. Myndin sýnir Borgarlínutorg en Hyatt hótelið verður þar sem hvíta húsið er sýnt í bakgrunni. Reitir gátu ekki útvegað myndir af hótelinu þar sem hönnun er ekki komin á það stig. Alþjóðlega hótelkeðjan Hyatt Hotels Corporation og Reitir fasteignafélag hafa undirritað sérleyfissamning um rekstur Hyatt Centric hótels að Laugavegi 176. Fasteignin, sem um áratuga skeið hýsti starfsemi Ríkissjónvarpsins, verður endurbyggð og stækkuð þannig að hún rúmi 169 herbergi, fundarsali, veitingastað, heilsurækt og skemmtileg almenningsrými í anda Hyatt hótelkeðjunnar. Í tilkynningu frá Reitum segir að félagið stefni að því að halda eigninni í eignasafni félagsins til lengri tíma en selja rekstur hótelsins til traustra rekstraraðila. Tvö og hálft ár eru síðan greint var frá viðræðum Reita við erlenda hótelkeðju. Þá stóð til að undirrita samninga sumarið 2017. Það hefur greinilega dregist nokkuð en nú hefur verið skrifað undir samninga. „Hyatt Centric vörumerkið flokkast sem lífsstílshótel þar sem áhersla er lögð á að skapa skemmtilega stemningu. Um er að ræða fyrsta hótelið á Norðurlöndunum sem opnar undir vörumerki Hyatt keðjunnar og sjöunda Hyatt Centric hótelið í Evrópu, en það vörumerki hefur notið mikilla vinsælda frá því það var fyrst kynnt. Hyatt Centric leggur áherslu á hátt þjónustustig, vandað efnisval, fallega hönnun og nútímaleg herbergi í háum gæðaflokki,“ segir í tilkynningu frá Reitum. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík efndu til skipulagssamkeppni um reitinn ásamt nærliggjandi svæðum og lá verðlaunatillaga fyrir í lok sumars 2017. Verðlaunatillögu Yrkis Arkitekta má kynna sér hér. Meðal annars átti að reisa á fjórða hundrað íbúða á Heklureitnum og bílaumboðið að flytja í Suður-Mjódd á lóð sem borgin myndi útvega. Mikil mótmæli urðu meðal íbúa í Breiðholti vegna fyrirhugaðar úthlutunar lóðar rétt við íþróttasvæði ÍR-inga. Strandaði málið. Forstjóri Heklu sagði í upphafi árs að samkomulag hefði verið brotið og borgin þyrfti að mæta afleiðingum þess. Mikill vöxtur Hyatt „Síðastliðið ár höfum við lagt mikla vinnu í að kynna okkur Norræna markaðinn og að kynnast þróunaraðilanum og fasteignaeigandanum á Íslandi. Innkoma okkar á markaðinn með Hyatt Centric Reykjavík er því mikilvægur áfangi fyrir okkur. Opnunin ber ekki eingöngu vitni um hinn mikla vöxt Hyatt þegar kemur að gæðahótelum í Evrópu heldur styður hún einnig áform okkar um að hasla okkur völl á mörkuðum þar sem svæðisbundnir aðilar ráða ríkjum,“ segir Peter Norman, framkvæmdastjóri þróunar hjá Hyatt. „Það er mjög ánægjulegt að geta tilkynnt um opnun fyrsta Hyatt hótelsins á Íslandi. Vörumerkið er rótgróið og þekkt um allan heim og við sjáum mikil tækifæri fólgin í því að opna hótel í samstarfi við slíkan aðila. Hyatt býr yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu þegar kemur að hótelþróun og rekstri sem við munum njóta góðs af í þessu verkefni sem Reitir hafa ákveðið að ýta úr vör. Hótelkeðja af þessari stærðargráðu hefur getu til þess að vekja athygli á Íslandi sem ferðamannastað og auka þannig eftirspurn ferðamanna til landsins. Koma Hyatt mun því í heild hafa jákvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu og hótelmarkaðinn í Reykjavík,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Hyatt Hotels Corporation er leiðandi alþjóðleg hótelkeðja með höfuðstöðvar í Chicago í Bandaríkjunum. Vörumerki keðjunnar eru 20 talsins, öll í háum gæðaflokki. Þann 30. júní 2019 kom hótelkeðjan að rekstri 875 hótela í yfir sextíu löndum í sex heimsálfum að því er segir í tilkynningunni. Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland kauphallarinnar. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 140 talsins, um 460 þúsund fermetrar að stærð. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Yrki arkitektar hanna byggð við Laugaveg 168-176 Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). 6. júlí 2017 19:40 Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergjafjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. 13. júní 2017 07:00 Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Sjá meira
Alþjóðlega hótelkeðjan Hyatt Hotels Corporation og Reitir fasteignafélag hafa undirritað sérleyfissamning um rekstur Hyatt Centric hótels að Laugavegi 176. Fasteignin, sem um áratuga skeið hýsti starfsemi Ríkissjónvarpsins, verður endurbyggð og stækkuð þannig að hún rúmi 169 herbergi, fundarsali, veitingastað, heilsurækt og skemmtileg almenningsrými í anda Hyatt hótelkeðjunnar. Í tilkynningu frá Reitum segir að félagið stefni að því að halda eigninni í eignasafni félagsins til lengri tíma en selja rekstur hótelsins til traustra rekstraraðila. Tvö og hálft ár eru síðan greint var frá viðræðum Reita við erlenda hótelkeðju. Þá stóð til að undirrita samninga sumarið 2017. Það hefur greinilega dregist nokkuð en nú hefur verið skrifað undir samninga. „Hyatt Centric vörumerkið flokkast sem lífsstílshótel þar sem áhersla er lögð á að skapa skemmtilega stemningu. Um er að ræða fyrsta hótelið á Norðurlöndunum sem opnar undir vörumerki Hyatt keðjunnar og sjöunda Hyatt Centric hótelið í Evrópu, en það vörumerki hefur notið mikilla vinsælda frá því það var fyrst kynnt. Hyatt Centric leggur áherslu á hátt þjónustustig, vandað efnisval, fallega hönnun og nútímaleg herbergi í háum gæðaflokki,“ segir í tilkynningu frá Reitum. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík efndu til skipulagssamkeppni um reitinn ásamt nærliggjandi svæðum og lá verðlaunatillaga fyrir í lok sumars 2017. Verðlaunatillögu Yrkis Arkitekta má kynna sér hér. Meðal annars átti að reisa á fjórða hundrað íbúða á Heklureitnum og bílaumboðið að flytja í Suður-Mjódd á lóð sem borgin myndi útvega. Mikil mótmæli urðu meðal íbúa í Breiðholti vegna fyrirhugaðar úthlutunar lóðar rétt við íþróttasvæði ÍR-inga. Strandaði málið. Forstjóri Heklu sagði í upphafi árs að samkomulag hefði verið brotið og borgin þyrfti að mæta afleiðingum þess. Mikill vöxtur Hyatt „Síðastliðið ár höfum við lagt mikla vinnu í að kynna okkur Norræna markaðinn og að kynnast þróunaraðilanum og fasteignaeigandanum á Íslandi. Innkoma okkar á markaðinn með Hyatt Centric Reykjavík er því mikilvægur áfangi fyrir okkur. Opnunin ber ekki eingöngu vitni um hinn mikla vöxt Hyatt þegar kemur að gæðahótelum í Evrópu heldur styður hún einnig áform okkar um að hasla okkur völl á mörkuðum þar sem svæðisbundnir aðilar ráða ríkjum,“ segir Peter Norman, framkvæmdastjóri þróunar hjá Hyatt. „Það er mjög ánægjulegt að geta tilkynnt um opnun fyrsta Hyatt hótelsins á Íslandi. Vörumerkið er rótgróið og þekkt um allan heim og við sjáum mikil tækifæri fólgin í því að opna hótel í samstarfi við slíkan aðila. Hyatt býr yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu þegar kemur að hótelþróun og rekstri sem við munum njóta góðs af í þessu verkefni sem Reitir hafa ákveðið að ýta úr vör. Hótelkeðja af þessari stærðargráðu hefur getu til þess að vekja athygli á Íslandi sem ferðamannastað og auka þannig eftirspurn ferðamanna til landsins. Koma Hyatt mun því í heild hafa jákvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu og hótelmarkaðinn í Reykjavík,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Hyatt Hotels Corporation er leiðandi alþjóðleg hótelkeðja með höfuðstöðvar í Chicago í Bandaríkjunum. Vörumerki keðjunnar eru 20 talsins, öll í háum gæðaflokki. Þann 30. júní 2019 kom hótelkeðjan að rekstri 875 hótela í yfir sextíu löndum í sex heimsálfum að því er segir í tilkynningunni. Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag skráð á aðalmarkað Nasdaq Iceland kauphallarinnar. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 140 talsins, um 460 þúsund fermetrar að stærð.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Yrki arkitektar hanna byggð við Laugaveg 168-176 Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). 6. júlí 2017 19:40 Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergjafjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. 13. júní 2017 07:00 Mest lesið Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Sjá meira
Yrki arkitektar hanna byggð við Laugaveg 168-176 Yrki arkitektar áttu vinningstillöguna í hugmyndasamkeppni um byggð við Laugaveg 168 (Heklureit) til 176 (Gamla Sjónvarpshúsnæðis). 6. júlí 2017 19:40
Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergjafjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. 13. júní 2017 07:00