Viðskipti innlent

Skatturinn tekur til starfa um ára­mót eftir sam­einingu em­bætta

Atli Ísleifsson skrifar
Snorri Olsen ríkisskattstjóri mun leiða Skattinn.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri mun leiða Skattinn. embætti ríkisskattstjóra

Alþingi samþykkti í gær lög sem greiða fyrir sameiningu embætta ríkisskattstjóra og tollstjóra. Mun sameinuð stofnun heita Skatturinn og á heimasíðu fjármála- og efnahagráðuneytisins er hún sögð verða öflug og leiðandi upplýsingastofnun á sviði skatta- og tollamála.

Um 470 manns munu starfa hjá Skattinum undir forystu núverandi ríkisskattstjóra, Snorra Olsen.

„Ljóst er að mikil tækifæri felast í því að álagning, innheimta og eftirlit sé á sömu hendi, en meginmarkmiðið með sameiningu embætta tollstjóra og ríkisskattstjóra er að bæta þjónustu. Stafræn þjónusta og sjálfvirknivæðing verður í forgrunni í sameinaðri stofnun, sem verður betur í stakk búin til að takast á við áskoranir til framtíðar en tvær minni sjálfstæðar stofnanir.

Þess er vænst að sameiningin skili auknum árangri við vettvangseftirlit tollgæslu og betri möguleikum til að takast á við stærri efnahagsbrot innanlands og yfir landamæri, s.s. peningaþvætti,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur er minnst á að stofnunum á sviði skatta og tolla hafi fækkað mikið undanfarinn áratug. Þannig hafi þær verið þrettán talsins árið 2009, en verða nú um áramótin þrjár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.