Fótbolti

Ron­aldin­ho um Messi: Finnst erfitt að segja hann sé sá besti í sögunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tveir frábærir fagna saman marki.
Tveir frábærir fagna saman marki. vísir/getty

Brasilíski snillingurinn, Ronaldinho, segir að honum finnist erfitt að segja að fyrrum samherji hans hjá Barcelona, Lionel Messi, sé besti leikmaður í sögu fótboltans.

Argentínumaðurinn vann sinn sjötta Gullknött á dögunum en Ronaldinho og Messi léku saman í fjögur ár á Nou Camp.

„Ég er glaður að Messi hafi unnið Ballon d’Or. Við vorum vinir er ég var hjá Barcelona,“ sagði Ronaldinho í samtali við Marca.

„Mer líkar hins vegar ekki við að bera hann saman við aðra og mér finnst það erfitt að segja að hann sé sá besti í sögunni.“
„Maradona, Pele, Ronaldo. Það er erfitt að segja að Messi sá besti í sögunni en ég get sagt að hann sé besti á sínum tíma.“

Ronaldo fór fra Barcelona til AC Milan þar sem lék frá 2008 til 2011 áður en snéri til heimalandsins. Hann lagði svo skóna á hilluna árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.