Fótbolti

Ron­aldin­ho um Messi: Finnst erfitt að segja hann sé sá besti í sögunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tveir frábærir fagna saman marki.
Tveir frábærir fagna saman marki. vísir/getty

Brasilíski snillingurinn, Ronaldinho, segir að honum finnist erfitt að segja að fyrrum samherji hans hjá Barcelona, Lionel Messi, sé besti leikmaður í sögu fótboltans.Argentínumaðurinn vann sinn sjötta Gullknött á dögunum en Ronaldinho og Messi léku saman í fjögur ár á Nou Camp.„Ég er glaður að Messi hafi unnið Ballon d’Or. Við vorum vinir er ég var hjá Barcelona,“ sagði Ronaldinho í samtali við Marca.„Mer líkar hins vegar ekki við að bera hann saman við aðra og mér finnst það erfitt að segja að hann sé sá besti í sögunni.“

„Maradona, Pele, Ronaldo. Það er erfitt að segja að Messi sá besti í sögunni en ég get sagt að hann sé besti á sínum tíma.“Ronaldo fór fra Barcelona til AC Milan þar sem lék frá 2008 til 2011 áður en snéri til heimalandsins. Hann lagði svo skóna á hilluna árið 2015.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.