Viðskipti innlent

Allt að 133 prósenta verðmunur á tölvuleikjum milli verslana

Sylvía Hall skrifar
Það gæti margborgað sig að gera verðsamanburð við tölvuleikjakaup.
Það gæti margborgað sig að gera verðsamanburð við tölvuleikjakaup. Vísir/Getty

Verðkönnun ASÍ á tölvuleikjum hefur leitt það í ljós að það getur borgað sig að gera verðsamanburð áður en keypt er í jólapakkana. Mikill verðmunur getur verið á tölvuleikjum milli verslana og var munurinn mestur 133 prósent.

Verðsamanburðurinn var gerður í fimm verslunum; Heimkaup, Geimstöðinni, Elko, Tölvuteki og Bræðrunum Ormsson og fór fram þann 12. desember.

Örðugt var að gera nákvæman samanburð þar sem sumir leikir voru ekki fáanlegir í öllum verslunum. Í sumum tilfellum voru einungis tvær verslanir með ákveðinn tölvuleik til sölu en þrátt fyrir það gat verið töluverður munur á verði, og í sumum tilfellum allt að fjögur þúsund krónur á milli verslana.

Í tilkynningu frá ASÍ hvetur verðlagseftirlit ASÍ neytendur til að gera verðsamanburð á jólagjöfum sama hvort það eru tölvuleikir, leikföng eða aðrar jólagjafir. Þá eru neytendur beðnir um að hafa í huga að verð á vörum geti breyst hratt á þessum árstíma.

Hér að neðan má sjá samanburðinn á verði tölvuleikja fyrir Playstation 4 tölvur.

ASÍ


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.