Handbolti

GOG henti meisturunum úr keppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viktor Gísli átti góðan leik fyrir GOG
Viktor Gísli átti góðan leik fyrir GOG Vísir/Andri Marinó

Ríkjandi bikarmeistarar Álaborgar eru úr leik í dönsku bikarkeppninni í handbolta eftir tap fyrir GOG í stórleik í 8-liða úrslitum.

Íslendingaliðin tvö spiluðu til úrslita í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en GOG hefur átt aðeins erfiðara uppdráttar á þessu tímabili og er aðeins í áttunda sæti deildarinnar.

GOG lét það hins vegar ekki hafa áhrif á sig og sótti sterkan 25-24 sigur á útivelli gegn Álaborg og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG líkt og Arnar Freyr Arnarsson en Viktor Gísli Hallgrímsson átti mjög góðan leik í marki GOG, varði 14 bolta og var með 37 prósenta markvörslu.

Janus Daði Smárason hefur oft verið atkvæðameiri fyrir Álaborg, hann skoraði þrjú mörk fyrir ríkjandi meistarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×