Virkjum Elliðaárdalinn Guðjón Sigurbjartsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hvernig ætli fólk tæki því ef virkja ætti Elliðaárnar til rafmagnsframleiðslu í dag, ef þær væru enn ósnortnar? Það er nokkuð ljóst að það yrði allt vitlaust. Nú er staðan sú að gamla virkjunin er úrelt og hætt að nota hana fyrir nokkrum árum. Nú getum við því virkjað Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarperlu með því að ganga vel frá virkjana mannvirkjunum sem sögulegum minjum fyrir framtíðina að njóta. En ótrúlegt nokk vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri tækni!Elliðaárnar og virkjun þeirra Það var eðlilegt árið 1921 að virkja Elliðaárnar í nágrenni aðal þéttbýlisins. Byggt var myndarlegt stöðvarhús, tvær stíflur og þrýstivatnspípa og tilheyrandi. Samtals framleiddi stöðin um 3,5 MW sem dugði Reykjavík vel um sinn. Síðar komu Sogsvirkjanir og Toppstöð í Elliðaádalnum. Allar þessar virkjanir orka nú tvímælis og yrðu ekki byggðar í dag. Toppstöðin er löngu aflögð og rekstur Elliðaárstöðvarinnar orðinn óhagkvæmur enda gömul mannfrek tækni notuð. Rekstrinum var því hætt fyrir nokkrum árum. Nú vilja sumir endurnýja virkjunina með nýrri plast þrýstivatnspípu og niðurgrafinni túrbínu. Þetta gæfi lítið af sér og er óráð. Nú gefst gott færi á að virkja Elliðaárdalinn enn betur sem útivistarparadís með því að færa árnar til fyrr horfs en viðhalda þó Elliðaárstöðinni sem fögrum söguminjum.ElliðaárstöðinStöðvarhúsið sem Guðjón Samúelsson, arkitekt teiknaði er falleg og söguleg bygging sem að sjálfsögðu á að vernda og nýta sem söguminjasafn.Þrýstivatnspípan milli Árbæjarstíflu og stöðvarhússins er úr timbri. Hún er óný og að falla saman. Það myndi víst kosta yfir 500 milljónir króna að endurnýja hana í núverandi mynd. Sumir vilja setja plastpípu í staðinn. Það væri mikið óráð og grafa niður nýja túrbínu. Ef stöðin er ekki í rekstri þarf ekki þrýstivatnspípu. Hana má fjarlægja og leggja göngu og hjólastíg í staðinn, sem væri kostur því vegurinn meðfram pípunni er í dag notaður af akandi, hjólandi og gangandi, sem er takmarkandi fyrir alla og skapar hættu.Árbæjarstífla myndar lón á vetrum sem hleypt er úr á sumrum, fyrir laxinn. Án rafmagnsframleiðslu er tilgangslaust að safna í lónið. Vafalaust þykir mörgum það fallegt með svönum og fuglalífi. En þegar það á sínar dökku hliðar eins og önnur virkjanalón. Þegar hleypt er úr lóninu á vorin situr eftir brún eðja og tilvist lónsins takmarkar búsvæði laxins. Lóninu fylgir líka slysahætta. Þar varð dauðaslys fyrir nokkrum áratugum, þegar barn datt niður í vök fyrir ofan stífluna. Árbæjarstífla er ekki lengur þörf. Fjarlægjum hana og setum í stað sérhannaða, göngu- og hjólabrú sem væri betri samgöngubót en stíflan er nú og ódýrari í viðhaldi.Elliðavatn var áður tvö vötn, Vatnsendavatn og Vatnsvatn. Tilkoma Elliðavatnsstíflu breytti þessum vötnum í eitt stórt lón sem kallað er Elliðavatn. Árum saman kom stíflan í veg fyrir að laxinn kæmist upp í árnar fyrir ofan vötnin og skerti þannig búsvæði hans. Loks var gerður laxastigi sem bætti nokkuð úr. Elliðavatn er vissulega fallegt og það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig landslagið væri án þess. Líklegra yrði það enn fallegra en í dag þegar vötnin tvö kæmu aftur í ljós og svæðið myndi vaxa upp. Laxinn hefur aldrei jafnað sig alveg á þeim mikla skaða sem hann varð fyrir við virkun Elliðaána. Reynt hefur verið að bæta úr með seiðasleppingum en betra væri að árnar væru sjálfbærar. Nú skulum við virkja Elliðaárdalinn frá ósum og upp úr með því að færa árnar sem næst upprunalegu horfi og leggja af öll áforum um virkjun ánna. Jafnframt skulum við gera minningunni um gömlu fallegu virkjunina hátt undir höfði eins og hún var. Virkjum dalinn en ekki árnar.Höfundur er fv. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vinur Elliðaárdalsins.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun