Handbolti

Gunnar Steinn öflugur þegar Ribe-Esbjerg komst í 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Steinn kom með beinum hætti að átta mörkum gegn SønderjyskE.
Gunnar Steinn kom með beinum hætti að átta mörkum gegn SønderjyskE. vísir/getty

Íslendingarnir í Ribe-Esbjerg skoruðu samtals sjö mörk þegar liðið vann SønderjyskE, 30-24, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst Ribe-Esbjerg upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið er með 17 stig, sex stigum á eftir toppliði Aalborg.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Ribe-Esbjerg í kvöld og gaf fjórar stoðsendingar. Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk.

Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Ribe-Esbjerg sem hefur unnið tvo leiki í röð.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir SønderjyskE og gaf þrjár stoðsendingar.

SønderjyskE er í 6. sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.