Efasemdir um að lækkun bankaskatts skili sér til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 11:30 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa séð það lækkunin hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda vísir/vilhelm Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sjá meira
Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sjá meira