Lífið

Tommi boðar heimsyfirráð eða dauða

Andri Eysteinsson skrifar
Tommi er umfjöllunarefni CultureTrip.
Tommi er umfjöllunarefni CultureTrip. Skjáskot/CultureTrip

Tómas Andrés Tómasson kenndur við Hamborgarabúlluna er umfjöllunarefni greinarinnar „Maðurinn sem kom hamborgaranum til Íslands“ (e. The Man Who Brought the Burger to Iceland), sem birtist á vefnum the Culture Trip.

Tómas segir í viðtalinu að yfir 70% Íslendinga viti hver hann er eða hafi af honum heyrt. Þá er farið yfir sögu Tómasar og hvernig hann byggði upp hamborgaramenningu Íslands og kom af stað keðju hamborgarastaða, Hamborgarabúllu Tómasar sem í dag er að finna í sex löndum í Evrópu.

„Þegar þú byrjar á verkefni, stendur þú frammi fyrir tveimur möguleikum: Annað hvort klárar þú verkefnið eða hættir. Ég hætti aldrei,“ segir Tommi og bendir CultureTrip á íslensk máltæki. „Á Íslandi er sagt: Heimsyfirráð eða dauði. Hvað gerir maður þá? Maður sigrar heiminn,“ segir Tommi.

Viðtalinu við Tómas fylgir myndband, titlað „Hittið manninn sem sparkaði McDonalds frá Íslandi,“ (e. Meet the man who kicked McDonalds out of Iceland).

Í myndbandinu er Tomma fylgt eftir og segir hann sögu sína á milli þess sem rætt er við
vini og kunningja hans. Eins og komið hefur fram hefur Tommi haldið sér í góðu formi og stundar reglulega líkamsrækt, kominn á áttræðisaldur.

Tomma er fylgt eftir í líkamsræktarstöð World Class í Laugardal og í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði. Þá sést Tommi gæða sér á Búlluborgara á miðjum þjóðveginum með snævi þakin fjöll í bakgrunni.

Meet the man who kicked McDonalds out of Iceland from Adu Lalouschek on Vimeo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.