Vogabakki kaupir 40 prósent í Múrbúðinni Hörður Ægisson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Múrbúðin starfrækir byggingavöruverslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Fbl/anton Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í eigu viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur gengið frá kaupum á um 40 prósenta hlut í Múrbúðinni. Er félagið eftir viðskiptin stærsti einstaki hluthafi Múrbúðarinnar sem starfrækir þrjár verslanir í Reykjavík, Reykjanesbæ og í Hafnarfirði. Í samtali við Markaðinn staðfestir Árni kaupin en hann hefur jafnframt tekið við sem stjórnarformaður byggingavöruverslunarinnar. Á meðal seljenda var fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: EQ1 sem er í stýringu GAMMA, dótturfélags Kviku banka, en sjóðurinn átti tæplega 26 prósenta hlut í Múrbúðinni. Samtals námu tekjur félagsins tæplega 940 milljónum króna í fyrra og minnkuðu um 23 milljónir frá árinu 2017. Hagnaður Múrbúðarinnar nam um 58 milljónum króna og hélst nánast óbreyttur á milli ára. Eigið fé fyrirtækisins var 188 milljónir í árslok 2018 og arðsemi eigin fjár á síðasta ári var því rúmlega 30 prósent. Eiginfjárhlutfall félagsins var um 43 prósent. Árni og Hallbjörn voru á sínum tíma aðaleigendur Húsasmiðjunnar, sem þá var stærsta byggingavöruverslun landsins, en seldu meirihluta sinn í fyrirtækinu árið 2005.Árni Hauksson, stjórnarformaður Múrbúðarinnar.Múrbúðin var stofnuð af Baldri Björnssyni og eiginkonu hans árið 2002 en hópur fjárfesta, undir forystu Páls Ólafssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Coast í Bretlandi og starfsmanns Kaupþings um árabil, keypti 65 prósenta hlut í fyrirtækinu 2016 af Baldri. Árið síðar seldi Baldur jafnframt 35 prósenta hlut sinn í Múrbúðinni. Auk Vogabakka eru aðrir helstu hluthafar Múrbúðarinnar, í gegnum eignarhaldsfélagið MBFK, meðal annars félagið Vindhamar, sem er í eigu Kára Guðjóns Hallgrímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestingarbankans JP Morgan í London, en það á rúmlega 22 prósenta hlut. Kári fjárfesti fyrr á þessu ári í fjárfestingarfélaginu Stoðum auk þess sem hann er hluthafi í hátæknifyrirtækinu Völku ásamt meðal annars þeim Árna og Hallbirni. Þá eiga þeir Jóhann Pétur Reyndal, fyrrverandi starfsmaður slitastjórnar Kaupþings og stjórnarmaður í Múrbúðinni, og Páll, sem jafnframt situr í stjórn byggingavöruverslunarinnar, hvor um sig um 14 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingarfélagið Vogabakki, sem er í jafnri eigu Árna og Hallbjörns, hagnaðist um 415 þúsund evrur í fyrra, jafnvirði 56 milljóna króna, borið saman við hagnað upp á rúmlega 2,2 milljónir evra á árinu 2017. Heildareignir félagsins námu 29 milljónum evra í árslok 2018 og eigið fé Vogabakka var um 24 milljónir evra. Eignir félagsins samanstanda einkum af eignarhlutum í öðrum félögum, sem eru bókfærðar á 18,7 milljónir evra, en þar munar langsamlega mest um skráð erlend hlutabréf að fjárhæð tæplega 14,8 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira