Viðskipti innlent

Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Hanna

Íslandsbanki sagði í dag upp tuttugu starfsmönnum. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri bankans, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða starfsfólk víða að í bankanum, þó ekki starfsfólk í efstu lögum bankans, og flestir hafi verið í starfi í höfuðstöðvunum í Smáralind. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Edda segir að fækkað hafi í starfsliði bankans um alls níutíu á árinu þegar allt sé til talið. Fólki sagt upp, fólk hættir af sjálfsdáðum eða vegna aldurs og þar fram eftir bókunum. Tuttugu var sagt upp hjá bankanum í september og sextán í maí.

Hún segir uppsagnirnar í dag ekki marka nein tímamót heldur sé um að ræða hagræðingaraðgerðir sem verið hafi til umræðu vegna breytinga í bankaþjónustu.

Starfsfólk sé á uppsagnarfresti en það sé misjafnt eftir samningum starfsfólks til hve langs tíma fresturinn sé.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.