Körfubolti

Pedersen endurráðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedersen hefur stýrt íslenska landsliðinu síðan 2014.
Pedersen hefur stýrt íslenska landsliðinu síðan 2014. vísir/bára

Craig Pedersen hefur verið endurráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.

Pedersen skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við KKÍ.

Kanadamaðurinn hefur þjálfað íslenska landsliðið síðan 2014 en hann tók við því af Peter Öqvist.

Undir stjórn Pedersens komst Ísland á EM 2015 og 2017.

Pedersen stýrði danska úrvalsdeildarliðinu Bakken Bears á árunum 2003-15. Þá var hann aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins um fimm ára skeið (2004-09).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.