Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:12 Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Vilhelm Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús. Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús.
Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira