Bíó og sjónvarp

Hand­rit nýjustu Stjörnu­stríðs­myndarinnar endaði á eBay vegna kæru­leysis leikara

Birgir Olgeirsson skrifar
J.J. Abrams er leikstjóri myndarinnar.
J.J. Abrams er leikstjóri myndarinnar. Vísir/Getty
Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina.Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera.Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker.Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús.Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay.Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt.Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay.Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.