Handbolti

Kiel tapaði fyrir Porto

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gísli Þorgeir er meiddur og lék ekki með Kiel í dag
Gísli Þorgeir er meiddur og lék ekki með Kiel í dag

Þýska stórveldið Kiel beið lægri hlut fyrir portúgalska liðinu Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. 

Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi heilt yfir en Kiel, sem var á heimavelli, leiddi með einu marki í leikhléi, 15-14. Í upphafi síðari hálfleiks virtust Kiel svo ætla að sigla sigrinum heim þar sem þeir náðu meðal annars fimm marka forystu.

Gestirnir frá Portúgal neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að innbyrða óvæntan sigur með frábærum lokamínútum en sigurmarkið kom á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur 27-28 fyrir Porto.

Victor Alvarez var markahæstur Portúgalanna með sex mörk en Niclas Ekberg hjá Kiel var markahæsti leikmaður vallarins með sjö mörk.

Þetta var fyrsta tap Kiel í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en Porto er með átta stig eftir sjö leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.