Handbolti

Í beinni í dag: Stórleikur á Ásvöllum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Selfyssingar fjölmenna væntanlega á Ásvelli
Selfyssingar fjölmenna væntanlega á Ásvelli vísir/bára

Einn leikur er í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag en það er enginn smá leikur.

Íslandsmeistarar Selfoss í handbolta verða í heimsókn hjá Haukum að Ásvöllum en um er að ræða tvö af sterkustu liðum landsins í karlaflokki.

Þremur stigum munar á liðunum í Olís-deildinni þar sem Haukar tróna á toppnum, taplausir með 14 stig en Selfyssingar með 11 stig í 4.sæti deildarinnar. 

Leikurinn hefst klukkan 19:30 en strax í kjölfarið af honum hefst Seinni Bylgjan, vikulegur uppgjörsþáttur þar sem farið er yfir allt það helsta í íslenskum handbolta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.