Handbolti

Í beinni í dag: Stórleikur á Ásvöllum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Selfyssingar fjölmenna væntanlega á Ásvelli
Selfyssingar fjölmenna væntanlega á Ásvelli vísir/bára
Einn leikur er í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag en það er enginn smá leikur.

Íslandsmeistarar Selfoss í handbolta verða í heimsókn hjá Haukum að Ásvöllum en um er að ræða tvö af sterkustu liðum landsins í karlaflokki.

Þremur stigum munar á liðunum í Olís-deildinni þar sem Haukar tróna á toppnum, taplausir með 14 stig en Selfyssingar með 11 stig í 4.sæti deildarinnar. 

Leikurinn hefst klukkan 19:30 en strax í kjölfarið af honum hefst Seinni Bylgjan, vikulegur uppgjörsþáttur þar sem farið er yfir allt það helsta í íslenskum handbolta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.