Sjóböðin á Húsavík fá nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:15 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður Sjóbaðanna á Húsavík og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á verðlaunaafhendingunni í dag. saf Sjóböðin á Húsavík hlutu í dag nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir árið 2019 en verðlaunin eru veitt ár hvert þann 11. nóvember sem er afmælisdagur Samtaka ferðaþjónustunnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti fyrirtækinu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík en auk Sjóbaðanna voru tvö önnur fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd til verðlaunanna, Hótel Ísafjörður og Icelandic Lava Show. Í tilkynningu segir að dómnefnd hafi verið einróma um að veita Sjóböðunum viðurkenninguna að þessu sinni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, var formaður dómnefndar en auk ennar sátu þau Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Þór Jónsson, eigandi Sponta og fulltrúi fyrirtækja innan SAF, í dómnefndinni. Í tilkynningu frá SAF vegna verðlaunanna segir um Sjóböðin á Húsavík: „Sjóböðin á Húsavík opnuðu síðla sumars árið 2018, en aðdragandinn er heldur lengri. Um miðja síðustu öld var borað eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða. Upp kom vatn, sem reyndist vera heitur sjór sem hentaði ekki til húshitunar. Í staðinn var komið fyrir gömlu ostakari, þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig sér til heilsubótar við kjörhitastig. Á þessum grunni voru Sjóböðin á Húsavík sett á stofn. Nú geta gestir baðað sig á höfðanum við frábærar aðstæður. Vatnið er mjög heilsusamlegt, með mjög sérstöku efnisinnhaldi, sem sýnt hefur verið fram á að hefur góð áhrif á ýmis húðvandamál. Á meðan má svo njóta náttúru og ægifagurs útsýnis yfir Skjálfandaflóa og til fjalla. Sjóböðin hafa fengið góðar viðtökur og fengið afar jákvæðar umsagnir bæði innlendra sem og erlendra gesta og hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir tilkomu Sjóbaðanna er það mál manna að ferðaþjónusta á Húsavík hafi tekið stórt stökk upp á við, þar sem þau hafa reynst sterkur segull allt árið um kring. Þau hafa án efa einnig mikla þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í öllum landshlutanum. Sjóböðin á Húsavík eru því verðskuldaðir handhafar nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2019.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Sjóböðin á Húsavík hlutu í dag nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar fyrir árið 2019 en verðlaunin eru veitt ár hvert þann 11. nóvember sem er afmælisdagur Samtaka ferðaþjónustunnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti fyrirtækinu verðlaunin við hátíðlega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík en auk Sjóbaðanna voru tvö önnur fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd til verðlaunanna, Hótel Ísafjörður og Icelandic Lava Show. Í tilkynningu segir að dómnefnd hafi verið einróma um að veita Sjóböðunum viðurkenninguna að þessu sinni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, var formaður dómnefndar en auk ennar sátu þau Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, og Helgi Þór Jónsson, eigandi Sponta og fulltrúi fyrirtækja innan SAF, í dómnefndinni. Í tilkynningu frá SAF vegna verðlaunanna segir um Sjóböðin á Húsavík: „Sjóböðin á Húsavík opnuðu síðla sumars árið 2018, en aðdragandinn er heldur lengri. Um miðja síðustu öld var borað eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða. Upp kom vatn, sem reyndist vera heitur sjór sem hentaði ekki til húshitunar. Í staðinn var komið fyrir gömlu ostakari, þar sem Húsvíkingar gátu baðað sig sér til heilsubótar við kjörhitastig. Á þessum grunni voru Sjóböðin á Húsavík sett á stofn. Nú geta gestir baðað sig á höfðanum við frábærar aðstæður. Vatnið er mjög heilsusamlegt, með mjög sérstöku efnisinnhaldi, sem sýnt hefur verið fram á að hefur góð áhrif á ýmis húðvandamál. Á meðan má svo njóta náttúru og ægifagurs útsýnis yfir Skjálfandaflóa og til fjalla. Sjóböðin hafa fengið góðar viðtökur og fengið afar jákvæðar umsagnir bæði innlendra sem og erlendra gesta og hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir tilkomu Sjóbaðanna er það mál manna að ferðaþjónusta á Húsavík hafi tekið stórt stökk upp á við, þar sem þau hafa reynst sterkur segull allt árið um kring. Þau hafa án efa einnig mikla þýðingu fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í öllum landshlutanum. Sjóböðin á Húsavík eru því verðskuldaðir handhafar nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2019.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira