Handbolti

Sportpakkinn: Tjörva héldu engin bönd þegar Haukar unnu meistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tjörvi skoraði ellefu mörk gegn Íslandsmeisturunum.
Tjörvi skoraði ellefu mörk gegn Íslandsmeisturunum. vísir/bára

Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi, 36-29, í lokaleik 9. umferðar Olís-deildar karla í gær. Þessi lið mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili þar sem Selfyssingar höfðu betur, 3-1.

Frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn á Ásvöllum í gær má sjá hér fyrir neðan.

Haukar eru með 16 stig á toppi deildarinnar. Hafnfirðingar hafa unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli. Selfoss er hins vegar í 4. sæti deildarinnar með ellefu stig.

Haukur Þrastarson var allt í öllu hjá Selfossi en hann skoraði tíu mörk og gaf fimm stoðsendingar. Sóknarleikur Selfyssinga riðlaðist hins vegar mikið þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók hann úr umferð.

Hjá Haukum var Tjörvi Þorgeirsson frábær með ellefu mörk. Þau má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.

Atli Már Báruson skoraði sex mörk fyrir Hauka, Einar Pétur Pétursson fimm og þá átti Andri Sigmarsson Scheving frábæra innkomu í mark heimamanna.

Klippa: Sportpakkinn: Haukar ósigraðir á toppnum
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.