Viðskipti erlent

Nafni Thomas Cook er borgið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Thomas Cook lýsti yfir gjaldþroti í lok september.
Thomas Cook lýsti yfir gjaldþroti í lok september. getty/Sean Gallup
Kínverska fyrirtækið Fosun hefur bjargað nafni elsta ferðaþjónustufyrirtækis í heimi, Thomas Cook, en Fosun keypti nafnið fyrir ellefu milljónir punda, sem samsvara tæpum 1,8 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian.

Auk nafnsins fylgdi hótelkeðja Cook, Casa Cook og Cook‘s Club en Fosun mun þar með eiga vörumerki, vefsíður, samfélagsmiðla og hugbúnað Thomas Cook á heimsvísu.

Fosun var einn stærsti hluthafi í Thomas Cook fyrir fallið og lék lykilhlutverk í misheppnuðum áætlunum um að bjarga fyrirtækinu. Fosun á hlut í mörgum alþjóðlegum fyrirtækjum, þar á meðal Club Med og Wolverhampton Wanderes FC.

Thomas Cook varð gjaldþrota eftir að hafa skuldsett sig í von um að stækka fyrirtækið og taka yfir rekstur samkeppnisaðila. Eftir fallið þurftu bresk stjórnvöld að grípa til stærstu aðgerða landsins á friðartímum við að koma 150.000 farþegum Thomas Cook aftur til síns heima í Bretlandi.


Tengdar fréttir

Thomas Cook fallið

Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×