Viðskipti erlent

Nafni Thomas Cook er borgið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Thomas Cook lýsti yfir gjaldþroti í lok september.
Thomas Cook lýsti yfir gjaldþroti í lok september. getty/Sean Gallup

Kínverska fyrirtækið Fosun hefur bjargað nafni elsta ferðaþjónustufyrirtækis í heimi, Thomas Cook, en Fosun keypti nafnið fyrir ellefu milljónir punda, sem samsvara tæpum 1,8 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian.

Auk nafnsins fylgdi hótelkeðja Cook, Casa Cook og Cook‘s Club en Fosun mun þar með eiga vörumerki, vefsíður, samfélagsmiðla og hugbúnað Thomas Cook á heimsvísu.

Fosun var einn stærsti hluthafi í Thomas Cook fyrir fallið og lék lykilhlutverk í misheppnuðum áætlunum um að bjarga fyrirtækinu. Fosun á hlut í mörgum alþjóðlegum fyrirtækjum, þar á meðal Club Med og Wolverhampton Wanderes FC.

Thomas Cook varð gjaldþrota eftir að hafa skuldsett sig í von um að stækka fyrirtækið og taka yfir rekstur samkeppnisaðila. Eftir fallið þurftu bresk stjórnvöld að grípa til stærstu aðgerða landsins á friðartímum við að koma 150.000 farþegum Thomas Cook aftur til síns heima í Bretlandi.


Tengdar fréttir

Thomas Cook fallið

Eftir árangurslausar viðræður í nótt ákváðu lánadrottnar og hluthafar að leggja niður starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Thomas Cook.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.