Viðskipti innlent

Vilja minnka fyrirtækjalánasafnið um 20 prósent 

Hörður Ægisson skrifar
Benedikt Gí­slason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gí­slason, bankastjóri Arion banka.

Arion banki stefnir að því að minnka lánasafn bankans til fyrirtækja um tuttugu prósent fyrir árslok 2020 en í lok þriðja ársfjórðungs nam bókfært virði fyrirtækja­lána bankans um 404 milljörðum króna.

Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli stjórnenda Arion banka á markaðsdegi bankans í London í gær þar sem þeir kynntu helstu áherslur í stefnu og starfsemi hans fyrir fjárfestum og greinendum.

Útlánasafn Arion til fyrirtækja hefur dregist saman um tæplega sjö prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins sem hefur þýtt að áhættuvegnar eignir bankans hafa að sama skapi lækkað um 48 milljarða. Fram kom á fundinum að arðsemi af fyrirtækjalánum bankans, sem er núna að meðaltali um þrjú prósent, sé ekki ásættanleg og að stefnt sé að því að hún verði yfir tíu prósent.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, hefur sagt að viðskiptamódel bankans muni byggja í meiri mæli á milliliðahlutverki þar sem efnahagsreikningurinn verði notaður með sértækari hætti en áður samtímis því að bankinn veiti þjónustu sem feli í sér minni eiginfjárbindingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.