Viðskipti innlent

Auglýsir eftir túlípönum

Ari Brynjólfsson skrifar
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning á búvörum hefur hafnað erindi Félags atvinnurekenda (FA) um að fella niður tolla á túlípönum. Í svari til FA segir starfsmaður nefndarinnar að hún telji „ljóst að ekki er vöntun á túlipönum“ í skilningi búvörulaga. Liðnar eru tæplega fimm vikur frá því að erindið barst ráðuneytinu.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að kallað verði eftir rökstuðningi nefndarinnar, enda sé niðurstaðan óskiljanleg.

„Það er niðurstaða ríkisins að ekki sé vöntun á túlípönum þó að enginn hafi séð túlípana í búð í þær fimm vikur sem nefndin hefur haft til að fjalla um málið,“ segir Ólafur. „Ég auglýsi eftir þeim túlípönum. Hvort einhver hafi séð þá í verslun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×