Viðskipti innlent

Auglýsir eftir túlípönum

Ari Brynjólfsson skrifar
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning á búvörum hefur hafnað erindi Félags atvinnurekenda (FA) um að fella niður tolla á túlípönum. Í svari til FA segir starfsmaður nefndarinnar að hún telji „ljóst að ekki er vöntun á túlipönum“ í skilningi búvörulaga. Liðnar eru tæplega fimm vikur frá því að erindið barst ráðuneytinu.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir að kallað verði eftir rökstuðningi nefndarinnar, enda sé niðurstaðan óskiljanleg.

„Það er niðurstaða ríkisins að ekki sé vöntun á túlípönum þó að enginn hafi séð túlípana í búð í þær fimm vikur sem nefndin hefur haft til að fjalla um málið,“ segir Ólafur. „Ég auglýsi eftir þeim túlípönum. Hvort einhver hafi séð þá í verslun.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.