Handbolti

SønderjyskE heldur áfram að klífa upp töfluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Birkir í B-landsleik á síðasta ári.
Arnar Birkir í B-landsleik á síðasta ári. vísir/bára
Íslendingaliðið SönderjyskE vann sigur á Fredricia í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og er því í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.

Mikið var skorað í fyrri hálfleik og voru heimamenn í Fredericia sterkari í fyrri hálfleiknum. Þeir leiddu með einu marki, 19-18, en í síðari hálfleik snérist þetta við og gestirnir gengu á lagið.

Lokatölur urðu þriggja marka sigur SönderjyskE, 38-35, en Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað.

Eins og fyrr segir er SönderjyskE jafnt Bjerringbro/Silkeborg í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með fjórtán stig en Fredricia er í 11. sætinu með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×