Viðskipti innlent

Skipaður fram­kvæmda­stjóri Hring­brautar­verk­efnisins hjá Land­spítala

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Olgeirsson hefur lengi starfað hjá Landspítalanum.
Benedikt Olgeirsson hefur lengi starfað hjá Landspítalanum. Landspítalinn

Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag.

Á vef Landspítalans segir að Benedikt hafi verið framkvæmdastjóri þróunar hjá Landspítala frá árinu 2015 og haldið í því starfi utan um Hringbrautarverkefnið. Áður hafi hann gegnt stöðu aðstoðarforstjóra spítalans á árunum 2010 til 2015.

„Benedikt er ekki í framkvæmdastjórn Landspítala en  Hringbrautarverkefnið á Landspítala heyrir beint undir forstjóra.

Ábyrgðarsvið Benedikts eru eftirfarandi:

  • Aðkoma Landspítala að hönnun og uppbyggingu meðferðarkjarna, rannsóknahúss og annarra tengdra bygginga í Landspítalaþorpinu við Hringbraut.
  • Yfirumsjón með tækjavæðingu og þróun upplýsingakerfa fyrir nýbyggingarnar.
  • Undirbúningur fyrir flutning starfseminnar, innleiðing nýbygginga og samþætting þeirra við eldri byggingar, ásamt þróun flæðis og ferla.
  • Aðkoma Landspítala að heildaráætlun um nýtingu og framtíðarþróun húsnæðis og innviða Landspítala, við Hringbraut og víðar.
Benedikt er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í framkvæmdaverkfræði og verkefnastjórnun frá University of Washington í Seattle.  Á árunum 2005 til 2009 var hann framkvæmdastjóri umbreytingaverkefna hjá Atorku hf. og þar áður framkvæmdastjóri Parlogis ehf.  Hann starfaði hjá Eimskip hf. frá árinu 1993 til 2004 sem forstöðumaður flutningamiðstöðvar í Sundahöfn, forstöðumaður innanlandsflutninga og sem framkvæmdastjóri Eimskips í Hamborg. Benedikt vann við verkefnastjórnun í byggingargeiranum á árunum 1988 til 1993.

Framkvæmdir í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi frá upphafi. Þessi uppbygging og endurnýjun á innviðum Landspítala verður bylting í aðstöðu, þjónustu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.