Sportpakkinn: „Hræðilegur sóknarleikur“ KR og tap í spennuleik í Seljaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 15:30 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira