Körfubolti

Curry frá í þrjá mánuði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stephen Curry
Stephen Curry vísir/getty

Stephen Curry verður frá í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á hendi í gær.

Golden State Warriors gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem staðfest var að Curry hefði farið í uppskurð á hendi. Þá kom þar fram að liðið myndi næst gefa tilkyninngu um stöðu mála hjá Curry eftir þrjá mánuði.

Curry brotnaði á hendi í þriðja leikhluta í tapi Golden State fyrir Phoenix Suns á miðvikudag þegar hann lenti illa á hendinni.

Tímabilið hefur byrjað illa hjá Warriors, liðið er aðeins með einn sigur úr fyrstu fjórum leikjunum og er áfall fyrir þá að missa Curry sem átti að bera sóknarafl liðsins í fjarveru Klay Thompson.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.