Körfubolti

LeBron stórkostlegur í fjórða sigri Lakers í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dallas-menn réðu ekkert við LeBron.
Dallas-menn réðu ekkert við LeBron. vísir/getty
Los Angeles Lakers vann Dallas Mavericks, 110-119, eftir framlengingu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers er á toppnum í Vesturdeildinni ásamt San Antonio Spurs. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð.

Danny Green tryggði Lakers framlengingu þegar hann jafnaði í 103-103 með þriggja stiga skoti í þann mund sem leiktíminn rann út. Lakers var svo sterkari aðilinn í framlengingunni.



LeBron James átti stórkostlegan leik fyrir Lakers; skoraði 39 stig, tók tólf fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Antony Davis skoraði 31 stig. Luka Doncic var allt í öllu hjá Dallas með 31 stig, 13 fráköst og 15 stoðsendingar.



Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Boston Celtics vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið lagði New York Knicks að velli, 104-102. Jayson Tatum skoraði sigurkörfuna þegar 1,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Kemba Walker skoraði 33 stig fyrir Boston og Tatum 24.



San Antonio vann Golden State Warriors, 110-127. Ekki nóg með að Golden State hafi tapað heldur meiddist Draymond Green á fingri í leiknum.

Patty Mills skoraði 31 stig fyrir San Antonio en D'Angelo Russell var stigahæstur hjá Golden State með 30 stig.



Þrjátíuogsex stig frá James Harden dugðu Houston Rockets ekki til gegn Brooklyn Nets. Lokatölur 123-116, Brooklyn í vil.

Taurean Prince skoraði 27 stig fyrir Brooklyn, Chris LaVert 25 og Kyrie Irving 22.

Úrslitin í nótt:

Dallas 110-119 Lakers

Boston 104-102 NY Knicks

Golden State 110-127 San Antonio

Brooklyn 123-116 Houston

Indiana 102-95 Cleveland

Orlando 91-123 Milwaukee

Chicago 112-106 Detroit

Sacramento 102-101 Utah

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×