Fortnite setur YouTube-stjörnu í lífstíðarbann vegna svindls Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 08:58 FaZe Jarvis er miður sín. YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum. Rafíþróttir Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum.
Rafíþróttir Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira