Körfubolti

Sportpakkinn: Snæfellskonur lokuðu á gamla liðsfélagann en KR fór samt heim með öll stigin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emese Vida hafði betur í baráttunni við Hildi Björgu Kjartansdóttur en það dugði skammt á móti sterku KR-liði.
Emese Vida hafði betur í baráttunni við Hildi Björgu Kjartansdóttur en það dugði skammt á móti sterku KR-liði. Vísir/Vilhelm

KR ætlar að veita Val harða keppni í Dómínósdeild kvenna í körfubolta. KR jafnaði Val að stigum í Stykkishólmi í gærkvöldi, vann Snæfell með 24 stiga mun, 81-57.

Arnar Björnsson fór yfir gang mála í leiknum í Stykkishólmi í gærkvöldi og má sjá umfjöllun hans hér fyrir neðan.

Perla Jóhannsdóttir gaf tóninn í byrjun.  Leikurinn var jafn framan af, staðan 15-15 þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af 1. leikhluta en KR skoraði 5 síðustu stigin og var yfir 20-15 að honum loknum. Snæfell jafnaði í 25-25 þegar fjórar mínútur voru búnar af öðrum fjórðungi en KR skoraði þá 9 stig í röð og eftir það var á brattann að sækja fyrir Snæfell.

Sanja Orazovic var stigahæst hjá KR, skoraði 24 stig, tók 8 fráköst og fiskaði 6 villur á Snæfellsliðið. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig fyrir Snæfell og Emese Vida 14 en hún að auki 17 fráköst. KR vann þriðja leikinn í röð, 81-57.

Landsliðskonan, Hildur Björg Kjartansdóttir, lenti í villuvandræðum og náði ekki að skora í fyrsta leiknum gegn sínum gömlu samherjum í Snæfelli. Hildur lék í 19 mínútur og var með fjórar villur og fjögur fráköst en ekkert stig.

KR og Valur eru með 10 stig en Valur á leik til góða í kvöld gegn Haukum í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Haukar geta jafnað Reykjavíkurliðin með sigri í kvöld.

Hinir tveir leikir kvöldsins eru rimmu Keflavíkur og Grindavíkur og Skallagríms og Breiðabliks. Breiðablik og Grindavík hafa tapað öllum leikjunum. Leikur Skallagríms og Breiðabliks verður sýndur beint á íþróttarásum Sýnar. Leikirnir þrír byrja klukkan 19:15.

Fréttina má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: KR sótti sigur í Stykkishólm
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.