Play útskýrir frímiðaleikinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Frímiðarnir verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins. Skjáskot/flyplay.com Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“ Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“
Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur