Fyrsti sigur Watford kom á Carrow Road

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Watford fagna í kvöld.
Leikmenn Watford fagna í kvöld. vísir/getty
Watford vann sinn fyrsta sigur þetta tímabilið er liðið vann 2-0 sigur á nýliðum Norwich á útivelli í kvöld.

Það vrou ekki liðnar nema rétt rúm mínúta er fyrsta mark leit dagsins ljós. Gerard Deulofeu rölti þá í gegnum vörn Norwich og kom boltanum framhjá Tim Krul.

Staðan var 1-0 í hálfleik og á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Andre Gray forystuna fyrir Watford. Gerard Deulofeu kom þá boltanum á Gray sem skoraði.

Christian Kabasele fékk sitt annað gula spjald á 65. mínútu og Watford léku því einum færri út leikinn. Það kom ekki að sök og lokatölur 2-0.

Watford skýst upp í 18. sætið með sigrinum. Þeir eru með átta stig en Norwich er á botninum með sjö stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.