Fyrsti sigur Watford kom á Carrow Road

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Watford fagna í kvöld.
Leikmenn Watford fagna í kvöld. vísir/getty
Watford vann sinn fyrsta sigur þetta tímabilið er liðið vann 2-0 sigur á nýliðum Norwich á útivelli í kvöld.Það vrou ekki liðnar nema rétt rúm mínúta er fyrsta mark leit dagsins ljós. Gerard Deulofeu rölti þá í gegnum vörn Norwich og kom boltanum framhjá Tim Krul.

Staðan var 1-0 í hálfleik og á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Andre Gray forystuna fyrir Watford. Gerard Deulofeu kom þá boltanum á Gray sem skoraði.Christian Kabasele fékk sitt annað gula spjald á 65. mínútu og Watford léku því einum færri út leikinn. Það kom ekki að sök og lokatölur 2-0.Watford skýst upp í 18. sætið með sigrinum. Þeir eru með átta stig en Norwich er á botninum með sjö stig.Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.