Körfubolti

Sigur­ganga Lakers heldur á­fram og Lillard gerði 60 stig | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var öflugur er mest á reyndi í nótt.
LeBron var öflugur er mest á reyndi í nótt. vísir/getty

Los Angeles Lakers heldur áfram að spila vel í upphafi NBA-körfuboltatímabilsins en í nótt unnu Lakers sjöunda sigurinn í röð eftir fimmtán stiga sigur á Miami Heat, 95-80.

Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers en hann gerði 26 stig. LeBron James var skammt undan en hann gerði 25 stig, þar af tólf stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann lék á alls oddi.

Eftir tapið gegn nágrönnunum í LA Clippers í fyrstu umferðinni hefur Lakers ekki tapað leik og það lítur út fyrir að það eru bjartari tímar framundan hjá Lakers í ár en síðustu tímabil.

Ef einhver var í stuði í nótt þá var það Damian Lillard, leikmaður Portland, en Lillard skoraði 60 stig er lið hans tapaði með fjögurra stiga mun fyrir Brooklyn á heimavelli, 119-115.D'Angelo Russell gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig er Golden State Warriors tapaði 125-119 í framlengdum leik gegn Minnesota á útivelli. Ótrúleg frammistaða Russell.

Warriors hafa ekki farið vel af stað á leiktíðinni. Þeir hafa einungis unnið tvo af fyrstu níu leikjunum en Minnesota er með fimm sigra í fyrstu átta leikjunum.

Öll úrslit næturinnar:
Detroit - Indiana 106-112
Memphis - Orlando 86-118
Cleveland - Washington 113-100
Sacramento - Atlanta 121-109
Toronto - New Orleans 122-104
Golden State - Minnesota 119-125
New York - Dallas 106-102
Philadelphia - Denver 97-100
Milwaukee - Utah 100-103
Brooklyn - Portland 119-115
Miami - LA Lakers 80-95


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.