Körfubolti

Toppliðið með þægilegan sigur í Borgarnesi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Helena Sverrisdóttir
Helena Sverrisdóttir vísir/bára

Valur átti ekki í miklum vandræðum með Skallagrím þegar liðin áttust við í Dominos-deild kvenna í körfubolta í Borgarnesi í kvöld.

Valskonur lögðu grunninn að sigrinum strax í byrjun en þær leiddu með fimmtán stigum eftir fyrsta leikhluta.

Fór að lokum svo að Valur vann virkilega öruggan 22 stiga sigur, 82-60.

Helena Sverrisdóttir og Kiana Johnson gerðu 20 stig hvor fyrir Valskonur en Helena tók jafnframt 14 fráköst á meðan Kiana gaf 11 stoðsendingar. Í liði Borgnesinga var Kiera Robinson öflug með 29 stig auk þess að taka níu fráköst.

Valur með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.