Handbolti

Rúnar Sigtryggs: Klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Sigtryggsson
Rúnar Sigtryggsson vísir/bára
„Við klúðrum þessu gjörsamlega á óskiljanlegan hátt í annað skiptið í þrem leikjum,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir hreint út sagt ótrúlegt klúður liðsins í 26-26 jafntefli gegn Fram í Olís deild karla í kvöld.

Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka. Rúnar var spurður út í af hverju hann tók markvörð sinn af velli á þeim tímapunkti en liðið var manni færri eftir að Ragnar Njálsson fékk 2ja mínútna brottvísun.

„Það var til að vera jafn margir til að lenda ekki í undirtölu en það skipti greinilega ekki máli þegar upp var staðið. Þegar við töpum boltanum er alveg jafn líklegt að þeir skori með markmann og engum markmanni. Við lentum í þessu fyrir norðan, var farið yfir þetta og ég hélt að leikmenn væru með tiltölulega á hreinu hvað ætti að gera. Síðan erum við marki yfir og við náum ekki að höndla það.“

„Hafði greinilega áhrif í kvöld, við vorum búnir að klára leikinn. Áttum góða rispu síðasta korterið og vinnum boltann, förum í hraðaupphlaup og getum farið í fjögur mörk en klikkum á því. Þetta er fullmikið af áföllum á stuttum tíma.“

„Leikurinn var of hægur. Hnoð og alltof rólegt, stemmningsleysi í báðum liðum og húsinu. Var mjög rólegt, eins og það væri kominn háttatími á tímabili,“ sagði Rúnar að lokum um leikinn í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×