Viðskipti innlent

Meniga metið á fimm milljarða

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga

Fjártæknifyrirtækið Meniga var metið á fimm milljarða króna í bókum fjárfestingafélagsins Kjölfestu árið 2018. Virðið jókst um 56 prósent á milli ára eða um 1,8 milljarða króna.

Fram kemur í ársreikningi Kjölfestu að bókfært virði 12,4 prósenta hlutar í Meniga hafi verið 625 milljónir króna árið 2018. Árið áður var 16,3 prósenta hlutur metinn á 525 milljónir króna.

Þrír bankar fjárfestu í Meniga fyrir þrjár milljónir evra hver í sínu lagi árið 2018. Samtals nam fjárfestingin níu milljónum evra eða um 1,3 milljörðum króna á núverandi gengi. Um var að ræða Íslandsbanka, Swedbank og Unicredit. Kjölfesta er í eigu 14 fagfjárfesta, þar af 12 lífeyrissjóða. Fjárfestingafélagið er rekið af Kviku banka og ALM Verðbréfum og fjárfestir í smærri og meðalstórum fyrirtækjum.

Aðrar fjárfestingar Kjölfestu eru 30 prósenta hlutur í sjávarútvegsfyrirtækinu Odda og um sex prósenta hlutur í Íslandshótelum. Fjárfestingafélagið á 26 prósenta hlut í S38 sem á 24 prósenta hlut í hótelkeðjunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
3,56
16
101.332
SIMINN
3,09
37
811.657
TM
0,79
10
114.629
HAGA
0,72
24
278.451
HEIMA
0,72
6
7.925

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-4,97
1
7.604
ICEAIR
-2,75
111
225.763
SYN
-2,19
4
16.816
REGINN
-1,7
36
308.394
EIM
-1,6
13
64.347
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.