Körfubolti

Brotinn Curry og 59 stig frá Harden | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden fagnar í nótt.
Harden fagnar í nótt. vísir/getty
James Harden fór algjörlega á kostum í nótt er Houston vann dramatískan sigur á Washington, 159-158, en ellefu leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt.Harden gerði sér lítið fyrir og skoraði 59 stig í leiknum í nótt. Átján af stigunum komu fyrir utan þriggja stiga línuna en Harden tryggði sigurinn af vítalínunni er tvær sekúndur voru eftir.Vandræði Golden State Warriors halda áfram en þeir hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjnm sínum í vesturdeildinni. Í nótt töpuðu þeir með ellefu stigum fyrir Phoenix á heimavelli, 121-110.Það voru ekki einu slæmu fréttirnar fyrir Warriors í leiknum í nótt því stórskyttan, Steph Curry, fór af velli og í ljós kom að hann er handabrotinn.Helstu tilþrif næturinnar sem og öll úrslitin má sjá hér að neðan.Úrslit næturinnar:

Chicago - Cleveland 111-117

New York - Orlando 83-95

Minnesota - Philadelphia 95-117

Milwaukee - Boston 105-116

Indiana - Brooklyn 118-108

Detroit 113-125

Portland - Oklahoma 102-99

Houston - Washington 159-158

Charlotte - Sacramento 118-111

LA Clippers - Utah 96-110

Phoenix - Golden State 121-110

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.