Viðskipti innlent

Arnar Þór til Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Þór Másson
Arnar Þór Másson Isavia
Arnar Þór Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar hjá Isavia.Í tilkynningu frá Isavia segir að Arnar Þór sé með meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science (LSE).„Hann starfaði á árunum 2016-2019 í stjórn European Bank for Reconstruction and Development í London og á árunum 2010-2016 var hann skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu. Hann situr einnig í stjórn Marel og er varaformaður stjórnar.Samhliða ráðningu Arnars verða áherslubreytingar innan Isavia. Vinna við stefnumótun og ábyrgð á innleiðingu stefnu verður færð inn á mannauðssvið, sem mun hér eftir bera heitið mannauður og stefnumótun. Með þessu er lögð meiri áhersla en áður á að styðja við stjórnendur og starfsmenn til að ná þeim markmiðum sem Isavia setur hverju sinni.Arnar hóf störf 24. október síðastliðinn,“ segir í tilkynningunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.