Handbolti

Möguleiki að eignast treyju Arons Pálmars frá HM og styrkja Krabbameinsfélagið í leiðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í treyjunni á HM.
Aron Pálmarsson í treyjunni á HM. Getty/TF-Images

Í dag eru 80 dagar í fyrsta leik íslenska handboltalandsliðsins á EM 2020 og í tilefni af þeim tímamótum þá sagði Handknattleikssambandið frá nýju uppboði í dag.

Í tilefni af Bleikum október hafa HSÍ og Strákarnir okkar ákveðið að leggja Krabbameinsfélagið lið í samvinnu við CharityShirts.is.

Boðin verður upp árituð landsliðstreyja frá strákunum okkar sem Aron Pálmarsson spilaði í á HM í janúar síðastliðnum.

Allir leikmenn íslenska landsliðsins í janúar skrifuðu nafn sitt á treyjuna.

Til að taka þátt og eiga möguleika á að fá treyjuna ferðu inn á www.charityshirts.is

Þúsund krónur kostar að taka þátt og leggja málefninu lið og þá átt þú möguleika að eignast treyjuna. Heildarupphæðin sem safnast rennur svo til Krabbameinsfélagsins.

Íslenska landsliðið er í riðli með Dönum, Ungverjum og Rússum en riðillinn verður spilaður í Malmö í Svíþjóð. Fyrsti leikur strákanna okkar er á móti Dönum 11. janúar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.