Viðskipti innlent

Munu þjálfa starfsfólk í sýndarveruleika

Björn Þorfinnsson skrifar
Marel notar sýndarveruleika í síauknum mæli í starfsemi fyrirtækisins.
Marel notar sýndarveruleika í síauknum mæli í starfsemi fyrirtækisins. Mynd/Magic Leap
Brim hf. hefur undirritað samning við Marel um kaup og uppsetningu á hátæknivinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir hvítfiskvinnslu. Í tilkynningu fyrirtækjanna segir að aðstaða Brims á Norðurgarði í Reykjavík verði fullkomnasta vinnslustöð fyrir bolfisk á heimsvísu en áætlað er að vinnslukerfið verði sett upp um mitt næsta ár.Kerfið felur í sér ýmsar nýjungar, þar á meðal öflugt gæðaeftirlitskerfi og nýjustu róbótatækni sem mun sjálfvirknivæða og straumlínulaga vinnsluna til muna. Athygli vekur að hin nýja lausn Marels var kynnt fyrir stjórnendum Brims í gegnum sýndarveruleika áður en samningur um kaupin var undirritaður. Í tölvuhermiveröld gátu forsvarsmenn Brims gengið eftir öllum stigum vinnslunnar og segir í tilkynningunni að það hafi auðveldað ákvarðanatökuna.Þá mun þjálfun starfsfólks einnig fara fram í sýndarveruleika þannig að vinnsla getur hafist strax að uppsetningu lokinni. Frá fyrsta degi mun starfsfólk Brims geta starfrækt búnaðinn.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.