Síðustu tækifærin til að komast í EM-hópinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. október 2019 14:30 Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins fer yfir málin á æfingu í vikunni. Mynd/HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska undir stjórn Kristjáns Andréssonar í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur í dag. Strákarnir okkar héldu til Svíþjóðar í gær og mæta heimamönnum í Kristianstad klukkan 17.00 að íslenskum tíma í kvöld en á sunnudaginn fer leikurinn fram í Karlskrona. Þetta eru síðustu æfingaleikir liðsins áður en Guðmundur Þ. Guðmundsson þarf að tilkynna æfingahóp fyrir EM 2020 í janúar næstkomandi og því tækifæri fyrir leikmenn sem eru á jaðri leikmannahópsins að tryggja sér farseðil til Svíþjóðar í janúar þar sem riðill Íslands fer fram. Þetta verður í fjórða sinn sem íslenska liðið mætir Svíþjóð undir stjórn Kristjáns og hafa Strákarnir okkar átt góðu gengi að fagna til þessa. Þremur leikjum hefur lokið með sigri Íslands, þar á meðal tveggja marka sigur á EM 2018. Í þremur æf ingaleikjum hefur Ísland unnið tvo og Svíþjóð einn til þessa en Svíar fá tækifæri til að rétta þá tölfræði af um helgina. Ljóst er að verkefni íslenska liðsins verður erfitt gegn silfurliðinu frá Evrópumótinu 2018. Þegar hafa Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson og Daníel Þór Ingason þurft að draga sig út úr hópnum. Þá gátu Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna smávægilegra meiðsla. Fyrir vikið eru margir í hópnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá landsliðinu undanfarin ár og einn nýliði, Seltirningurinn Viggó Kristjánsson, sem leikur með Leipzig. Viggó kvaðst spenntur fyrir komandi verkefni þegar Fréttablaðið spjallaði við hann á dögunum. „Ég hef alveg verið að gæla við það síðustu ár að fá tækifæri með landsliðinu en þar sem ég hef ekkert verið í síðustu hópum liðsins þá var ég ekkert mikið að pæla í því í síðustu verkefnum þess. Það er stefnan að festa mig í sessi í hópnum í framtíðinni og til þess þarf ég að halda áfram að standa mig vel með Leipzig og í æfingunum og leikjunum með landsliðinu,“ sagði Viggó, aðspurður út í landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira