Stórhækka verður kolefnisgjald til að ná loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 16:28 Hagfræðingar hafa lengi talað um að gjald á kolefni sé skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi. Loftslagsmál Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi.
Loftslagsmál Mest lesið Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Viðskipti innlent Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira