Körfubolti

Naumt tap eftir framlengingu hjá Martin og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martin Hermannsson er að láta ljós sitt skína á einu stærsta sviði körfuboltans
Martin Hermannsson er að láta ljós sitt skína á einu stærsta sviði körfuboltans vísir/getty
Martin Hermannsson gerði mikið fyrir liðsfélaga sína þegar Alba Berlin tapaði naumlega fyrir Anadolu Istanbul í framlengdum leik í EuroLeague.Martin skoraði aðeins fjögur stig sjálfur í leiknum, sem Berlin tapaði 106-105 eftir framlengingu. Hann gaf hins vegar 11 stoðsendingar á liðsfélaga sína á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.Leikurinn var mjög jafn og spennandi, eins og gefur að skilja þar sem þurfti að framlengja, en í hálfleik voru heimamenn í Istanbul þremur stigum yfir 43-40. Eftir fjóra leikhluta var staðan 95-95.Þetta var annar leikur Alba í EuroLeague þennan veturinn og sá fyrsti sem tapaðist eftir sigur í fyrsta leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.