Handbolti

Stefán: Ég klúðraði þessu algjörlega

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Stefán Arnarson, þjálfari Fram.
Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók sökin alfarið á sig eftir stórleikinn gegn Val í kvöld. Liðið tapaði með einu marki, 19-18.

„Þetta var bara lélegt leikhlé hjá mér, ég klúðraði þessu algjörlega. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var mikið eftir svo þetta var mitt klúður,“ sagði Stefán eftir leikinn.

Framarar gátu jafnað leikinn, þær fengu 24 sekúndur til að stilla upp í lokasóknina en þeim mistókst það. Stefán tekur það á sig og segir að leikhléið sem hann tók, hafa verið illa skipulagt og lélegt.

„Við áttum ekkert skilið miðað við það hvernig við spiluðum. Við vorum að gera alltof mikið af mistökum og sóknarleikurinn var lélegur. Markvarslan var góð en Valsmenn voru bara grimmari og áttu sigurinn skilið.“

Hafdís Renötudóttir, markvörður liðsins kom inn í seinni hálfleik og var frábær. Landsliðsmarkvörðurinn hefur ekki getað spilað með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla en endaði með yfir 70% markvörslu í dag.

„Hún kom mjög vel inn, hún var frábær. Varnarlega vorum við líka flott en sóknarlega bara að flýta okkur of mikið, svo að lokum á ég þetta klúður bara.“ sagði Stefán að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×