Viðskipti innlent

Hlutafé Jubileum aukið um 30 milljónir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Birgir Þór Bieltvedt.
Birgir Þór Bieltvedt.
Hlutafé Jubileum, sem á veitingastaðina Cafe Paris og Snaps, var nýverið aukið um 30 milljónir króna. Þetta staðfestir Birgir Þór Bieltvedt, sem á eignarhaldsfélagið ásamt eiginkonu sinni, Eygló Kjartansdóttur, í samtali við Markaðinn.

Birgir segir að veitingarekstur hafi verið erfiður síðustu misseri. Í stað þess að skuldsetja fyrirtækið væri ráðlegra að auka hlutafé. „Ég kappkosta að styrkja félögin og lækka skuldir. Þetta er liður í því,“ segir hann. Fjármunirnir muni fyrst og fremst nýtast Jubileum og Snaps en ekki Cafe Paris.

Samhliða jókst hlutur Jubileum í Snaps í 85-90 prósent. Stofnendur staðarins, Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, eiga það sem eftir stendur auk kaupréttar að hlutafé.

„Ég hef tröllatrú á að því að það séu góðir tímar fram undan á Íslandi. Það þarf bara að þrauka þangað til og aðlaga reksturinn breyttum forsendum,“ segir hann.

Að sögn Birgis hefur rekstur Cafe Paris gengið vel að undanförnu. Sumarið hafi verið sérstaklega gott. Framkvæmdir hafi staðið yfir í grennd við Snaps sem sett hafi strik í reikninginn en nú sjái fyrir endann á þeim. Veitingastaðurinn sé í góðum rekstri þrátt fyrir framkvæmdirnar og fækkun ferðamanna.

Eigið fé Jubileum var neikvætt um 13 milljónir króna árið 2018 sem einkum má rekja til mikils taps hjá Cafe Paris. Jubileum tapaði 335 milljónum árið 2018 og 80 milljónum árið áður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
15
420.885
REGINN
0,78
4
25.030
REITIR
0,28
7
136.997
EIK
0,1
4
12.109
KVIKA
0
16
263.607

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,85
4
34.769
MAREL
-1,25
22
326.280
ARION
-1,17
15
145.600
EIM
-0,99
4
24.545
SJOVA
-0,77
7
69.704
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.