Körfubolti

Hlynur frá næstu vikur vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hlynur er lykilmaður í liði Garðbæinga
Hlynur er lykilmaður í liði Garðbæinga vísir/vilhelm

Hlynur Bæringsson mun ekki spila með Stjörnunni í Domino's deild karla næstu vikurnar vegna meiðsla. Karfan.is greinir frá þessu í dag.

Það vakti athygli margra að framherjinn öflugi hafi verið fjarverandi í leik Stjörnunnar og Tindastóls á Sauðárkróki í gær, en hann gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla.

Samkvæmt frétt Körfunnar var Hlynur meiddur í upphafi móts, fann fyrir eymslum sem ekki var vitað hvaðan kæmu.

Eftir skoðun í vikunni kom í ljós að rifbein er líklega brákað og því mun Hlynur ekki spila með Stjörnunni alveg á næstunni. Líklegt er að hann verði frá í tvær til fjórar vikur.

Stjarnan er með fjögur stig í Domino's deidl karla líkt og Keflavík, Tindastóll, Valur og Haukar. Þriðja umferð deildarinnar klárast í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.