Körfubolti

Hlynur frá næstu vikur vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hlynur er lykilmaður í liði Garðbæinga
Hlynur er lykilmaður í liði Garðbæinga vísir/vilhelm
Hlynur Bæringsson mun ekki spila með Stjörnunni í Domino's deild karla næstu vikurnar vegna meiðsla. Karfan.is greinir frá þessu í dag.Það vakti athygli margra að framherjinn öflugi hafi verið fjarverandi í leik Stjörnunnar og Tindastóls á Sauðárkróki í gær, en hann gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla.Samkvæmt frétt Körfunnar var Hlynur meiddur í upphafi móts, fann fyrir eymslum sem ekki var vitað hvaðan kæmu.Eftir skoðun í vikunni kom í ljós að rifbein er líklega brákað og því mun Hlynur ekki spila með Stjörnunni alveg á næstunni. Líklegt er að hann verði frá í tvær til fjórar vikur.Stjarnan er með fjögur stig í Domino's deidl karla líkt og Keflavík, Tindastóll, Valur og Haukar. Þriðja umferð deildarinnar klárast í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.